13.11.2007 | 14:21
Enn eitt klúðrið
Góðan daginn Þá er þessari ferð okkar lokið og Hjössi kominn í bæinn aftur. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og gekk svaka vel. Síðustu daganna hreiðruðum við um okkur í Mývatnssveitinni, nánar tiltekið á Hlíðarveginum í húsi sem amma hans Stebba átti. Snjór kominn í sveitina og svei mér þá ef það var ekki bara smá jólalegt þar. 

Endaði ferðina með hefðbundnum hætti.. velta helvítis hjólinu. Vill helst ekki ræða þetta þar sem ég verð pínu skömmustulegur! Margt sem fór illa í þessum veltum!!
En að öðru Ekki skemmtilegar fréttir þessa daganna. Geir H. Haarde: Ekki kaupa fasteignir. Ohh frábært akkúrat þegar ég ætla að fara að selja! Eigum við að detta í eitthvað þunglyndi hérna?? Alveg týpískt. Patti gamli í viðgerð.. Var nánast seldur í gær. Síðhærður pólverji á hækjum ætlaði að kaupa hann en fékk ekki nægilega langt bílalán!! Menn þurfa nánast fasteignalán til að kaupa þennan eðalvagn!Læt myndir fylgja með af síðustu veltu. Næst fer ég á hestbaki.. (ráðlegging frá Búdda).


Athugasemdir
Er eitthvað eftir af Grænlandshjólinu góða, ég var nú á því í tvær vikur í sumar og aldrei velti ég :)
Hjólið skiptir kannski ekki alveg máli þar sem það kostar kannski svipað og ein snúra í þessar mælingar græjur ykkur!
Örvar 13.11.2007 kl. 15:58
Tja.. það var nú aðeins meira en ein snúra sem fór af gps græjunum í þessari veltu!!! Þær upphæðir verða ekkert ræddar hér!!
Hjörtur Örn Arnarson, 13.11.2007 kl. 16:05
Tjá mig ekki um þessa veltu ..... hef gert þetta einum of oft til að geta gagnrýnt þetta ....
.... EN hvað er málið með Geir H. ..... hvernig væri nú að afnema verðtrygginguna í stað þess að vera skipta sér af því hvort það sé skynsamlegt að kaupa eða ekki ....(bitur) Sérstaklega þegar maður þarf að selja .... og Kaupa ... damn ...(ofsalega bitur)
Naboen 14.11.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.