Þessar konur...

Mikið gaman um helgina, tók handboltaskóna af hillunni og spilaði með UMFA2 eða jumboys í bikarkeppni HSÍ á móti úrvalsdeildarliði ÍBV, þá er ég að tala um aðallið ÍBV. Það er skemmst frá því að segja að við bumburnar unnum þá í hörku leik. Vá hvað það var gaman, fullt af fólki á pöllunum og góð stemming.

Um kvöldið var síðan uppskeruhátíð hjá Tunglinu og þar var aldeilis brallað. Ja hérna hér. Á meðan við brölluðum í bænum þá voru konurnar okkar hér í Spóahöfðanum í "tryllingi" eins og Ausan sagði. Oft upplifað hvað þessar pæjur eru klikkaðar og þetta skiptið var ekkert var ekkert öðruvísi. Þegar ég kom heim eftir tjúttið þá voru þær flestar enn hér. Katla spurði mig hvort ég kæmist inn í ísskápinn. Vöö skildi ekki brandarann, en sagðist passa ágætlega inn í miðjuhilluna. Sá síðan þessa mynd hér að neðan og fattaði þá um hvað brandarinn snérist. Annars segir myndin alla söguna.

Kreisí in ðe hed or vott?

Katla Kreisí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband