29.9.2007 | 09:12
Góði Guð...
Værir þú ekki til í að kippa í nokkra spotta og láta allar þær lukkudísir sem eru á þinni könnu, ganga í lið með Víkingum í dag. Þeirra verður þörf á eftir það er á tandur..
En ykkur að segja þá er ég búinn að undirbúa mig andlega fyrir það að falla á eftir. Get ekki verið með high hopes og komið svo niðurbrotinn af vellinum á eftir. En auðvitað er miði möguleiki og í fótbolta geta stundum óvæntir hlutir gerst. Mér finnast þessir óvæntu hlutir bara ekki gerast hjá mínum mönnum í Víking.
Ef Víkingar halda sér uppi þá skal ég fara í bleikan G af Klöru og hlaupa um á honum einum klæða hérna í Mosó.. E-ð sem þeir félagar Daddi og Búddi eru geðveikt spenntir fyrir.
Myndin er tekin af www.vikingur.net
Athugasemdir
Eins gott að Klara hlaupi á eftir þér með vídeokameruna! Áfram Víkingar
Gunnþóra 29.9.2007 kl. 13:08
ó já..það verður að vera fest á filmu!! haha (en við vonum að það komi ekki til þess)!!
Við höldum með þér og þínum mönnum Hjörtur...svart og rautt röndótt er alla vega MIKLU flottara en svart og hvítt röndótt...if u know what i mean.. ;)
Tinna 29.9.2007 kl. 13:46
Æj æj :(
Tinna 30.9.2007 kl. 11:11
leitt með víkingana! KR hefði haft gott af því að lenda í þessu sæti.
Búddi 30.9.2007 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.