14.9.2007 | 22:14
Íþróttanörd??
Ég og Klara áttum mjög athyglisvert samtal áðan yfir og eftir kvöldmatinn. Ég byrjaði á að segja við Hrafn Elísberg hvort hann ætlaði ekki að vera stilltur unglingur. Þá sagði Klara, ætli hann verði svona íþróttanörd.... EINS OG ÞÚ!! Tjah... Bíddu bíddu.. Eins og ég?? Þá upphófust miklar umræður um mig og hvernig ég var á mínum yngri árum. Klara talaði um að ég hefði verið svona íþróttanörd, Klara: "ég er sko ekki meina þetta illa" ég: "bíddu var ég þá eins og háskólastrákarnir í bláu jökkunum í bíómyndunum?" Klara: "já eiginlega" Úffff þvílíkur skellur! Var ég íþróttanörd? Var ég eins og strákarnir í bíómyndunum?? Klara vildi meina að ég hefði litið niður á alla sem voru ekki í fótbolta eða handbolta.. Hmm það er kannski smá til í því en ég vill samt ekki meina að ég hafi verið nörd? Er það?? Vill frekar meina að ég sé að verða meiri nörd með árunum en það er kannski óskhyggja, því mér finnst nördar yfirleitt frekar klárir. Langar að vera klár gaur! Ekki íþróttanörd!
Fékk mig vissulega til að hugsa aðeins til baka... Fjandinn var ég ekki smá töffari? Eða var ég hinn týpíski íþróttanörd??
Athugasemdir
SVona svona, ég margreyndi að útskýra hvað ég meinti með íþróttanörd og það var ekki neikvætt - bannað að segja bara hálfa söguna. Svo reyndi ég að draga til baka þetta með háskólastrákana - það var bara djók
kágjé, 15.9.2007 kl. 10:04
Þú ert alla vega frekar nördalegur á þessari mynd....en samt líka svolítið krútt! hehe
En Klara vegur upp nördann í þér því hún er svo mikil pæja!! ;)
Tinna 16.9.2007 kl. 08:36
Þú varst megatöffari... póníteilið sannar það!
Búddi 16.9.2007 kl. 10:08
Ég stenst ekki freistinguna að kvarta yfir myndinni ekki af þér þú ert nú bara svo sætur á henni (þrátt fyrir þessa fallegu skyrtu ) en jólatréð bak við þig er ekki það fallegasta sem ég hef séð og man eiginlega ekki eftir því að hafa verið með svona ljótt jólatré held einna helst að þið feðgar hafið verslað þennan ljótleika
Björg Magnúsdóttir 17.9.2007 kl. 09:12
hahaha..já gott ef þetta er ekki rétt hjá Bjöggu Magg!! Ekkert smá ljótt jólatré...kannski bara fínt hvað Hjörtur er asnalegur á myndinni, tekur alla vega fókusinn frá trénu!!
Bjögga:léstu ekki bara Hjört standa hjá trénu öll jólin svo fólk tæki eftir því?!?! hahaha ;)
Tinna 17.9.2007 kl. 13:31
hvað er að þér þarna Tinna??
Hjörtur Örn Arnarson, 17.9.2007 kl. 15:33
Hhehehe. Eins og segir í laginu góða. Ekki vera vondur við nörda. Það eru miklar líkur á því að þú verðir að vinna hjá einum svoleiðis í framtíðinni.
Daddi Mar 18.9.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.