29.8.2007 | 22:02
Njósna Hjössi
Í gamla daga þegar maður var búinn að sjá bíómyndir þá var maður alveg kreisí in ðe hed strax á eftir. Man þegar ég sá bæði Breakdance 1 og 2 þá fór maður út að breika eins og maður ætti lífið að leysa. Eftir Rocky þá fór maður út að hlaupa og boxa. Langaði geðveikt á hestbak eftir Young Guns myndirnar og svo framvegis. Skellti mér í bíó aldrei þessu vant í gær. Fór að sjá síðustu myndina í Bourne röðinni. Fín mynd og alltaf gaman að fara í bíó. Eða oftast, ekkert svo langt síðan ég gekk út af myndinni Aviator.. Nohh pyt med det. Strax eftir myndina þá fann ég hvernig njósnarablóðið rann í mér og ég fór að pissa. Bjóst við að þar yrðu 5 sérsveitamenn sem ég myndi berja í spað með tilheyrandi hávaða og hljóðum eins og heyrðist þegar Bourne sjálfur var að lumbra á nokkrum óþokkum. Glotti við tönn þegar ég mætti eldri manni staulast út af settinu.. Engir sérsveitarmenn!!! En gott að vita að það sé svona stutt í "njósnarann" í mér. Það er þó betra að vita að það býr enn lítill gutti í Hjössa mæló!!!
Over and Out
Hjössi yfirmaður Sortulyngs aðgerðarinnar....
Athugasemdir
Haha..gott að vita að þú hefur ennþá gott ímyndunarafl Hjörtur minn ;)
Tinna Tjé 30.8.2007 kl. 10:11
ahaahah breakedans 1 & 2!!! Þarf að tékka á þeim med det samme.
Búddi 30.8.2007 kl. 18:04
Þetta voru ruddamyndir og jedúddamía hvað maður gat breikað.. össshh En breikið er auðvitað fyrir þína tíð Ólafur Magnús.. Þú getur kannski bara Googlað það....
Hjörtur Örn Arnarson, 31.8.2007 kl. 09:42
Hí hí...Vá hvað þetta hljómar kunnuglega . Tók mýmörg karatespörk eftir að hafa séð Karate kid og stefndi að glæstum fimleikaferli eftir að hafa séð myndina um hina rússnesku fimleikahetju Nadiu :)
Verst er þó að hugsa til þess að það er to late.........verð ekki fimleikahetja úr þessu
Valdís 1.9.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.