Maraþon og meira til...

Sæl öll.

Jú ég lét verða að því og hljóp hálft maraþon á laugardaginn. Er mjög ánægður með að hafa látið slag standa. Þetta var alls ekkert svo erfitt, en langt var það. Fór mjög róleg af stað því ég vissi engan vegin hvernig ég yrði og hvort ég myndi alveg eipa á þessu. Fannst ég hlaupa endalaust langt austur á bóginn, þ.e. frá Seltjarnarnesi og gegnum allt gámasvæði Eimskips. Það var ekki fyrr en við fórum aftur upp á Sæbraut að ég gerði mér grein fyrir hversu mikið væri eftir. Gaf þá soldið í og fann að ég átti enn nóg inni. Hljóp á 1.55 klst sem er bara allt í lagi, algjörlega óundirbúinn. En virkilega skemmtilegur dagur og veðrið frábært. Ekki oft sem maður hleypur Sæbrautina í logni.. (geri ég ráð fyrir).

Menningarnótt á HressóFórum svo í bæinn um kvöldið og kíktum meðal annars á Jeff Who? og í skrúðgöngu með Dixiebandinu Öndini..  Já ótrúlega skemmtilegur dagur! Myndin er einmitt tekin átónleikum þeirra síðarnefndu. Þeir voru svo almennilegir að spila afmælissönginn fyrir Klöru..  Fleiri myndir í albúmi.

 

Verð aðeins að koma inn á tónleikana á föstudaginn.. Byrjum á Mugison!! MAGNAÐ!!!!! Vá hvað hann var góður, ótrúlega flott svona rokkað.. úfff. En svo var það Bubbi og gjaldkerinn.. Kjánalegt..  En Hold da op hvað Stuðmenn voru leiðinlegir. Eina jákvæða við þá var þegar þeir kölluðu Bó Halldórs,  Gesta-bó. En sjammón..fara þeir ekki bara að hætta??

Datt svo í hug á sunnudaginn að fara í gegnum geymsluna. Ja hérna er enn að berjast við hana. Dísús hvað ég var búinn að koma fyrir miklu drasli þar. Í miðri baráttu við kompuna, þá datt mér í hug að fara í gegnum forstofuskápin og henda nokkrum skóm. Endaði með að henda 66 stk þ.e. 33 pörum af skóm. Ég átti þar af 3 pör!. Heyrði í sífellu í huganum orðin "Ég á enga skó til að vera í" ... Best að segja ekki meira... Whistling

Veit ekki af hverju Klara kom upp í hugann á mér núna en sú var að fá sér nýja vinnu.. Til lukku með það skat!!

Horfði á Boot Camp Hell weekend áðan, ruddi það. Hugsaði samt að ég vildi að ég væri í svona formi að mér dytti í hug að fara í svona geðveiki. Langar að fara að koma mér í form. Hvernig væri að taka bara allan helvítis pakkann.. fara í ljós og fá sér strípur og lyfta eins og vindurinn!!!  hahaa Þvertanaður og helmassaður..  Svei mér þá, það ætti bara ekki við Hjössann. Var samt grimmt með strípur hérna í den, en náði bara aldrei að verða helmassaður! Aldrei að vita!!Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kágjé

Nei ekki oft sem ÞÚ hleypur Sæbrautina í logni, eða bara yfir höfuð  Kannski verður þetta árlegt hér eftir?? Svei mér þá held þú sért dottinn í pakkann, búinn að liggja inn á hlaup.is og svona...

kágjé, 21.8.2007 kl. 10:13

2 identicon

Til hamingju með þetta og það undir 2 klst, uss hetja. Núna verð ég að prufa þetta næsta sumar!

Örvar Steingrímsson 21.8.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Audrey

Össsh, þú ert nú í einhverju formi fyrst þú tekur hálfmaraþon svona óundirbúinn maðurinn!  Ekkert smá flott! 

Audrey, 21.8.2007 kl. 15:02

4 identicon

Mér þykr nú Hel-massað að dröslast hálft maraþon!

Búddi 21.8.2007 kl. 18:14

5 identicon

Að sitja við hliðina á Rönnernum í vinnunni hlýtur að hafa haft áhrif !

Rönnerinn 21.8.2007 kl. 18:28

6 identicon

Duglegur strákur Hjörtur! Svo treystum við á að þú hlaupir af þér jólasteikina með því að taka 3/4 maraþon, Horsens-Århus milli jóla og nýárs. Þið verðið alveg örugglega í DK um jólin, er það ekki?!

Gunnþóra 21.8.2007 kl. 21:13

7 identicon

Horsens-Århus......hvaða móri er þetta! Auðvitað hleypur hann Odense-Horsens-Århus ;)

Tinna 23.8.2007 kl. 10:54

8 Smámynd: kágjé

Er það ekki einum of Tinna? Eruð þið að reyna að koma honum undir 6 fetin??

kágjé, 23.8.2007 kl. 11:04

9 identicon

hahaha....já Klara það er kannski rétt...við viljum nú ekki að Hjörtur verði þannig að það verði bara ein rönd á náttfötunum hans í framtíðinni!! hehe

Tinna 23.8.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband