Meiru aularnir

Nú áttu hlutirnir að gerast.. Það var ákveðið að fá pössun og skella sér í þetta reglubundna 1/2 árs bíó í kvöld. Hrafn Elísberg fór til Hlyns frænda og við fórum að skoða hvað væri í boði.... Sjámmón hérna!!!  Það eru bloddí sömu myndirnar í öllum bíóum. Annaðhvort var það vélmennamynd sem var einu sinni teiknimynd en nú orðið að bíómynd. Klara myndi sennilega fara frá mér ef ég hefði stungið upp á henni. Svo er það Simpson. Alltaf verið Simpson fan en ég er bara ekkert spenntur fyrir að sjá heila mynd í bíó. Sérstaklega eftir að Egill The Kid (fellow surveyor á LH (rétt um tvítugt)) sagði að hún væri "algjör sulta" eða e-ð álíka. Á erfitt með að skilja ungt fólk í dag. Ég segi "ha" í öðru hverju orði. Hann segir að ég eigi að fara í eirnamergsskolun en ég segi að hann eigi bara að tala íslensku. Það eina sem eftir var í bíó var Die Hard 14.. En hún var ekki fyrr en rétt fyrir 11 og þar sem það er aldeilis farið að síga á seinni partinn hjá mér þá er það sjálfgefið að ég fer ekki í bíó svona seint!

Til að gera langa sögu stutta, þá fórum við út á videóleigu og náðum okkur í ræmu. Klara sofnaði rétt eftir auglýsingar. Ég át heilan poka af fylltum lakkrísreimum og 431 M&M.

 Get hreinlega ekki beðið eftir næstu bíóferð!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hvað ég kannast við þetta! Við hjúin ákváðum líka um daginn þegar ma+pa voru í heimsókn að bregða okkur í bíó.....það eina sem var í boði va Die Hard 4 og við fórum á hana...Daddi var við það að sofna í bíó og ég man ekkert um hvað myndin var...man bara að það var mikið um krasj, búmm og læti!!
En við ákváðum samt að fara í bíó sama hvað væri í boði þegar við áttuðum okkur á því að við höfðum ekki farið í bíó í 3 ár.......... skömm að þessu.  (ég gæti samt farið á hvaða mynd sem er bara til að fá popp)!!

En þú gleymdir að láta fylgja sögunni hvaða ræmu þið tókuð!!

Svo er ég sammála Búdda með þessi stærðfræðidæmi hérna....maður er bara sveittur yfir þessu!! Hvað er málið?  (dísús...ég svaraði líka vitlaust fyrst)

Tinna 10.8.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Við tókum myndina 23.

Fín ræma þar á ferð.  Ekki algjör sulta eins og Egill litli segir!

Hjörtur Örn Arnarson, 10.8.2007 kl. 12:40

3 identicon

Hahahahaha :D Við hjónin fórum í bíó í gærkvöldi (einmitt á þessa einustu einu bíómynd sem maður fer að sjá á ári hverju!). Við fórum á Transformers (eins og ég líka þoldi ekki þá teiknimynd hér á Stöð2 í den og Jürgen plataði mig eiginlega á hana). Hún var bara svona aldeilis fín myndin. Þetta var víst "powersýningu" hvað svo sem það þýðir..., en við höldum að það sé meiri hávaði á powersýningum, en ég er einmitt enn með hlustaverk! Það voru líka ekkert nema eintómir "úllar" á myndinni sem klöppuðu og hrópuðu þegar eitthvað sniðugt gerðist! Spes! Myndin er, ótrúlegt en satt, bæði fyndin og svo eru special effektarnir ótrúlega flottir. Næst langar mig á Die Hard 4! Ég er alveg komin með nóg af myndum sem sýna hversu sjúkum heimi við búum í (eins og myndir í auglýsingunum á undan Transformers - raðmorðingja-, nauðgunar- og þannig drullumyndir) betra bara að horfa á myndir sem eru upplífgandi (rómantískar gamanmyndir) eða nógu óraunverulegar... ég fæ allavega ekki enn martraðir um róbóta sem breyta sér í bíla og reyna að ná heimsyfirráði! 

Bestu kveðjur til ykkar

Bryndís ÝR 

Bryndís Ýr 12.8.2007 kl. 20:25

4 identicon

bíóferðir eru ofmetin afþreying hvorteðer.

Sævar 13.8.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband