6.8.2007 | 17:08
Nýjir tímar - nýjar áherslur
Sæl verið þið öll sömul.
Við hjónin sitjum hérna saman við borðstofuborðið, hvort í sinni tölvu og erum að búa til nýjar bloggsíður. Af hverju, hef ég ekki hugmynd en þetta sýnir sennilega hvað okkur er farið að leiðast. Ekkert að gera, hei af hverju að búa bara ekki til nýja bloggsíðu...
Veit ekkert hvort þetta viðmót er þægilegt eða ekki, það kemur bara í ljós. Ætli við séum að fara í gegnum sama breytingarskeið og Ausa fór í gegnum á sínum tíma??
En í dag lýkur sumri að margra manna mati og gott ef ég sé ekki bara sammála þar. Fæ sennilega Klöru ekki með mér í aðra útilegu þetta sumarið og þá finnst mér sumarið búið. Fórum í stutta legu í Úthlíðum helgina og þar brást veðurfarskunnátta mín illilega. Það var hávaða rok allan tímann, þ.a.l. var ekki kveikt í brennunni, enginn brekkusöngur, lítið sofið fyrir vindi og så videre... Pökkuðum því saman eftir eina nótt og héldum heim á leið. Grilluðum svo bara í Spóahöfðanum í gær með Jónsa og Ausu. Æbbi og Katla kíktu líka með Klöru og nýjasta meðliminn, Breka.
Þó svo að sumri sé að ljúka þá þýðir ekkert að detta í þunglyndi!! Spennandi tímar framundan í þessum húsamálum okkar og nóg um að vera. Æi.. hvern er ég að plata.. Það er total viðbjóður að sumrinu sé að ljúka.. Vel við hæfi að enda á þessum þunglyndisorðum...
Varðandi fyrirsögnina þá vissi ég ekkert hvað ég átti skrifa.. Tengist svosem ekkert því sem ég var að skrifa.. hljómaði bara svo vel!! :)
Athugasemdir
Hæ bloggvinur
kágjé, 6.8.2007 kl. 17:54
Sko hjónin! Mætt á moggabloggið... ef ég man rétt þá spáðir þú mér 6 vikum á þessum stað en það er orðið langt síðan, hohohoh
Flott profile myndin. Kannast nú eitthvað við hana, gott ef hún Ausa gamla hefur bara ekki verið köttuð þarna út
Audrey, 7.8.2007 kl. 05:10
Hæhæ. Fín síða. Leiðinlegt með rokið um helgina annars - hefði verið gaman að fá ykkur með í Mörkina, alltaf gott veður þar :-)
Dísa Pjé 7.8.2007 kl. 09:48
Hehe Ausa þú varst köttuð út af minni líka - hvað ert þú að troða þér alls staðar??
kágjé, 7.8.2007 kl. 10:15
Hahah, hvað er málið? Þið veljið samt myndir sem ég er með á.... þannig að þið myndist allavega vel nálægt mér
Audrey, 7.8.2007 kl. 10:32
Já...þið hefðuð betur mætt í dalinn.....þar var EKKI rok og þar var kveikt í brennunni, varðeldinum, þar var brekkursöngurinn sunginn hástöfum, þar var flugeldasýning og fólk í viðbjóslega miklu stuði.....ALDREI verið svona gaman og hvað þá þrjá daga í röð!!!
Ég er ekkert að strá salti í sárin sko........
Tinna 7.8.2007 kl. 23:27
Sumarið er hafið hérna í Dk og það með trompi, ekki nema 22 gráður klukkan 10 í mogun. Erum flutt í útkverfið og erum þvílíkt ánægð með það. Gasgrillið komið á svalirnar svo núna verður grillað í öll mál, líka morgunmat.
Hils B og co;
Búddi 8.8.2007 kl. 12:28
Ætliði ekkert að fá ykkur súpu??
kágjé, 8.8.2007 kl. 17:02
það er sama þunglyndið í gangi eins og fyrir hvert einasta úthald fyrir eystan.
Gretsky mæló 8.8.2007 kl. 18:06
Úffff.... mánudagarnir voru erfiðir. Það get ég vottað. Þetta var nú samt í lagi yfir sumarið, fara í fjallgöngur og golf og svona, það var fjeeeer.
En þetta er góður punktur gretsky! Það þýðir ekkert að vera með eintómt volæði daginn út og inn.
Djöfull skal ég taka smá jákvæðispakka bráðum....
Hjörtur Örn Arnarson, 8.8.2007 kl. 19:03
Já góð hugmynd. Hef aldrei grillað súpu...
Sjæse, hvað er málið með allar þessar stærðfræði þrautir þegar maður kvittar í gestabókina. Maður situr sveittur undir þessu...
Búddi 8.8.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.