7.9.2010 | 03:19
Gaman á næturvakt??
Sit hérna inni á skrifstofu.. Er að bíða eftir að komast ofan í göng til að mæla. Næturvaktirnar geta verið ansi rólegar stundum. Gæti svo sem alveg verið duglegri.
Er búinn að eyða smá stund, enginn Ístaks maður að skoða þetta vonandi... að skoða gamalt blogg frá mér. Úff nokkrir kjánahrollar þar en margt mjög skemmtilegt. Gaman að skoða gamlar myndir og svei mér þá ef það yljar ekki, sérstaklega þegar maður er einn í útlöndum... Er búinn að vera of mikið einn í útlöndum, það er nú bara þannig.
http://1.bp.blogspot.com/_mGweXuXsH8g/RguGypb9EvI/AAAAAAAAAA4/DGVW1saaX54/s1600-h/mars+101.jpg
http://photos1.blogger.com/img/284/2177/640/000_2394.jpg
En talandi um að vera of mikið í útlöndum, eftir að ég kem heim frá Grænlandi þá fæ ég smá tíma heima og held svo af stað aftur til Afríku. Núna er það Úganda sem skal heimsótt og sett út 1 skt. háspennulína. En hlakka til að komast heim á miðvikudagskvöldi... Hafði gaman að því að Ragnhildur spurði mig um daginn hvort ég gæti ekki farið í H&M fyrir hana hérna úti. Fyrir henni er H&M allstaðar í útlöndum.. En nei Ragnhildur mín ekki hérna í Paakitsoq.
Núna rétt í þessu voru þeir að sprengja niðrí göngum, þá hristist allt hér og skelfur... Styttist í útsetningu í þeim göngum þá.
Jæja alltaf skal þetta vera sama steypan sem maður skrifar hérna... :)
Hils hjem
hoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.