Færsluflokkur: Lífstíll

Gott veður...

.. á Klaustri skv. veðurstofunni...

klaustur


Bara til að losna við Dabbann!

Já Davíð búinn að fá að vera fyrsta frétt ansi lengi. Menn misjafnlega ánægðir með þá færslu.

En allt gott að frétta héðan, við búin að vera dugleg á skíðum upp á síðkastið og fórum síðast í gærkvöld. Sæll það var kalt. Samt alltaf jafn gaman. Það er bara fátt betra finnst mér en að vera uppí fjalli og gleyma stað og stund...

Ég rakaði af mér hárið um daginn, ekkert svo hræðilegt sagði Klara! Tek því sem komplimenti. En ég viðurkenni þó að ég er mun skárri með hárið! Svo varð Jumboys bikarmeistarar utandeilda um síðustu helgi. Skemmtilegt að vinna loksins e-ð...  Þó það sé í utandeild. Erfitt að vera Víkingur síðustu ár...

Aldeilis góð helgi framundan. Daddi, Tinna og börn á leiðinni í heimsókn. Alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn. Svei mér þá ef við sláum ekki á Búdda þegar líður á!! Ætla elda e-ð gott fyrir þau, e-ð sem átt hefur foreldra var eina skilyrðið sem Daddi setti.

Læt eina mynd af þeim mæðgum í stólnum fylgja!!

Góða helgi!!

DSC00323

 


Dabbi kóngur!!

Mér fannst kallinn flottur í gær í Kastljósinu og Sigmar að sama skapi lélegur. Kallinn hefur einhvern sannfæringarmátt sem ég þykist vita að hafi virkað vel á marga í gær. Það sem kom fram hjá honum í gær styður skoðun mína og margra annarra að Sjálfstæðisflokkurinn lagði ekki í að henda honum úr bankanum. Hann veit "margt um marga". Margt áhugavert sem kom fram og ég sat límdur við skjáinn. Geri ráð fyrir að þetta viðtal verði á vörum margra í dag.

En hvað fannst ykkur um Davíð í gær? Er hann kóngurinn eða er hann bara orðinn gamall og ruglaður??

dabbiterror


Góð helgi...

Það er óhætt að segja að helgin hafi verið skemmtileg. Hin árlega óvissuferð vinahópsins (unsuretrip 2009) var um helgina og þetta árið vorum við Klara umsjónarmenn.

Þó nokkur undirbúningur fyrir svona samkomu og hvað þá þegar maður er með ratleik, sem inniheldur gps tæki, snjóflóðaýlur, málverkagerð, og e-ð fleira. Klikkaði að vísu smá með ýlurnar en vonandi verður okkur það fyrirgefið.

Það var meðal annars farið í studio og tekið upp lag, farið í breakdans kennslu, farið í sund og haldin söngvakeppni. Sumt heppnaðist betur en annað.  Held samt að það hafi verið almenn ánægja með dagskrána.

Eitt af verkefnum liðanna (var skipt upp í lið) var að taka mynd af sér með frægum Mosfellingi. Mitt lið fór heim til Diddú og það eru greinilega ekki það marga fræga að finna í Mosó að hitt liðið kom þangað líka! En þau dóu ekki ráðalaus og skelltu sér í heimsókn til Hjalta Úrsus. Þau fengu klárlega aukastig fyrir að fá kallinn úr að ofan!!! Well done það!

21022009070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óvissuferð febrúar 2009 077


Menningar Hjössi

Já menningar Hjössi var aktífur þessa helgina. Fór og sá Íslenska dansflokkinnog líkaði bara svona stórvel. Live tónlist í sýningunni sem var hrikalega flott. Dúndur rokk og maður sá oft gamla fólkið hrökkva við þegar trommurnar voru lamdar. Mér fannst kynþokkinn hreinlega leka af þessu liði (þ.e. dönsurunum, sorrý Addi).

Svo var menningarsamkoma heima hjá mér á laugardaginn. Dansað og sungið eins og enginn væri morgundagurinn! Á nokkur videó af Bjarka Sig að dansa "eggjandi dansa"....

Hrafn og Ragnhildur eru þessa daganna að missa sig í Abba Singstar og dúndrandi Abba stemming alla helgina heima! Stórkostlegt að heyra Hrafninn taka lög eins og Fernando (held að það heiti það) þar sem textinn er ekki alveg á hreinu en "útlenskan" gjörsamlega á tandur hjá honum. Ragnhildur orðin mun sjóaðri í textunum. En held því miður að Hrafninn hafi fengið röddina mína, grey strákurinn!

En talandi um menningarsamkomu... Á laugardaginn er gamli vinahópurinn með "Unsuretrip 2009" og það verður e-ð... Meira um það síðar...

Eigið þið góðan mánudag öll sömul!!


Góð lesning!!

Hvet ykkur til að renna yfir skrif þessara manna. Þeir eru greinilega vel til hægri og kunna að koma orðinu fyrir sig!


Frábært!!!

Þetta er eitthvað sem við þurfum núna. Ennþá meira af neikvæðum fréttum af okkur. Dabbi "drekinn" og flugfreyjan að rífast opinberlega. Allt hið kjánalegasta mál finnst mér.

Það hlýtur að styttast í að Davíð komi með e-ð útspil þar fólk muni fá það óþvegið. Hann er nú ekki vanur að sitja og þegja kallinn! Mér finnst hann hafa verið óvenju þögull um ástandið (burtséð frá bréfinu til Jóhönnu).

En best að rjúka úr einu í annað. Veit einhver hvernig staðan er með séreignarsparnað fólks? Er eitthvað verið að tala um að hleypa fólki í þann sparnað? Það gæti örugglega hjálpað nokkrum. Sennilega besta fjárfestingin í dag að borga aðeins niður skuldirnar!


mbl.is Deilur á Íslandi valda skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint aftur í Víkina!!

Já Viktor, hvað þykist Henning vinur minn vita um fótbolta!!

Ekkert annað að gera en að drífa sig í Víkina!!! Eins spennandi og það nú er...

 


mbl.is Viktor Bjarki úti í kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður þarf greinilega að passa sig!!

Já það er ekki tekið út með sældinni að vera "óbreyttur" á vinnustöðum í dag. Hreint út sagt fáránlegt að þessum manni hafi verið sagt upp fyrir að gagnrýna yfirstjórnina. Held að það sé ólga í mörgum fyrirtækjum þessa daganna. Sérstaklega þar sem starfsmenn eru að verða fyrir tekjuskerðingum eða jafnvel að missa vinnuna. Þá er oft horft til hvernig yfirstjórnir fyrirtækjanna eru að haga sér.. Say no more!!!
mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dogma.is

Tjekk it át!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband