Vegna leiðinda....

... hef ég ákveðið að henda inn blogg færslu. Þeirri fyrstu í tæpt eitt og hálft ár.

Núna er ég staddur í Grænlandi, nánar tiltekið Pakistoq rétt við bæinn Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Hérna er Ístak að byggja vatnsaflsvirkjun og hér starfa um 90 manns að ég held. Ca 70 á staðnum í einu. Meiri fróðleikur um verkið er að finna hér.

Landslagið hérna er mjög fallegt og ummerki jökla mjög greinileg. Ég neita því ekki að mér hefur nú leiðst frekar í þessum túr. Hápúnktur í gær þegar ég sá snæhéra uppi í fjalli. Hann var lengi að vappa í kringum mig og sennilega að spá hvern fjandan ég væri að gera þarna í hans landi. Hefði átt að vera duglegri að fara í labbitúra í stað þess að hanga inni á herbergi í tölvunni. Þar sem ég er búinn að fara marga hringi á netrúntinum mínum þá datt mér það í hug að skoða gamla bloggið mitt. Fannst þá alveg tilvalið að smella inn einni færslu. Ætla samt ekkert að auglýsa þetta og sennilega verður það bara Klara sæta sem les þetta.

Klukkan er núna rétt að verða 18 og ég fer á næturvakt eftir klukkutíma. Það er nú ekki til að auka á skemmtigildið. Það er mjög lítið um að vera á nóttinni. Nokkrar útsetningar inni í göngum. Reyni kannski að finna mér e-ð að gera. Hér er ekkert símasamband en möguleiki á að hringja heim í gegnum netið. Fyrir mann eins og mig er það agalegt. Mjög skrýtið að hafa ekki símann við höndina. Held samt að eitt stk fjármálastjóri Eflu verði ánægður með það.

En svei mér þá ef þessi færsla er ekki svipuð og þessi vinnutúr.. frekar boring...

Hérna er hægt að skoða myndir...

http://www.facebook.com/photo.php?pid=4829980&fbid=433881358010&id=648043010&ref=nf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað les maður bloggið þitt. En gaman að sjá myndirnar og þú hefur nú farð nokkuð langt upp á línu.

Örvar 6.9.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband