Páskarnir

Virkilega góð páskahelgi afstaðin. Mikið gert og mikið brallað. Fórum á skíði, fermingu, matarboð, afmæli, partý, sumarbústað, dýragarðinn Slakka og sa videre...

Kristinn Hrannar frændi var að fermast og haldin var mikil veisla. Ekki nóg með að kappinn var að fermast þá breytti hann nafninu sínu líka í leiðinni!! Já hann heitir núna skv. þjóðskrá. Kristinn H. Elísberg Bjarkarson. Já Elísbergunum að fjölga. núna eru það pabbi, Hrafn og Kristinn sem bera þetta nafn.

Maggi bró 45 ára og Magga mágkona 40. Þau héldu þessa fínu veislu á laugardaginn og var það mikið fjör.

Loksins tók ég hjálpardekkin af hjólinu hans Hrafns Elísbergs af. Úff það var bara nokkuð puð að hlaupa á eftir þeim stutta og halda í hann. Man að Ragnhildur var svakalega fljót að ná þessu. En kannski var það bara afi hennar hann Gísli sem hljóp á eftir henni í DK hér forðum... ?? Spurning um að fá hann heim og leyfa honum að hlaupa á eftir Hrafni??

Mér finnst leiðinlegt hvað ég er að slappast í blogginu og lítið lagt í það upp á síðkastið. Kenni Facebook um það. Þær hræður sem hingað rata inn eru sennilega allir vinir mínir á feisinu líka.?? En nú er ég að spá í að taka upp vinsæla liði upp aftur, eins og uppáhaldið hennar Tinnu í DK... Myndagetraunina!! Jeeeeiiii :)

Setti nokkrar myndir af símanum inn á Facebook. Held að þið getið skoðað það hér... Þurfið ekki að vera skráðir á Facebook til að geta skoðað!

Jæja.. Hils til ykkar..

DSC00426


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Plís ekki hætta Gísli hefur svo gaman af ad kíkja inn hjá thér.. Hann sagdi mér um thetta blogg thitt í dag, svo thad er sønnun hann kíkir oft inn..Hann vill ekki fara á fésid.. So plís ekki hætta...

Erna Braga 14.4.2009 kl. 20:22

2 identicon

ooh já Hjörtur....þú mátt nú endilega ekki hætta blogga og aaaaallllllsss ekki hætta með myndagetraunirnar....það væri sko alger synd * sagt með vott af kaldhæðni* ;)

Annars er alltaf gaman að kíkja hérna inn ;)

Tinna 15.4.2009 kl. 12:25

3 identicon

Plís ekki hætta

Nonni 15.4.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband