Hjössi klikk?

Hæ gæ!!!

 Núna er ég staddur í bústað í Þjórsárdalnum. Hingað hef ég ekki komið í háa herrans... Var hérna á hverju sumri í mörg ár og á héðan margar góðar minningar. Hef í gegnum tíðina rómað þetta svæði og loksins kem ég með Klöru Gísla á æskuslóðirnar. Klara bjóst sennilega við e-u svaka setri miðað við allar þær lýsingar sem ég hef verið með. Við komum hingað í gær og bústaðurinn orðinn frekar lúinn. Hann er ekki búinn öllum þeim lúxus sem margir bústaðir eru með í dag. Kalda vatnið frosið, gasið búið á grillinu, enginn ofn og þar fram eftir götunum. Hélt á tíma að frúin ætlaði heim!!! En þá var bara náð í einn Tuborg og svei mér þá ef hlutirnir fóru ekki að skána um leið. Búinn að ná vatninu í gang, fann auka gaskút og allt eins og það á að vera. Svanni, Jónan og Jassi komu svo í gærkvöld og við grilluðum sudda humar og kjöt. Skelltum okkur svo í pottinn og allir massa sáttir. Vaknaði svo auðvitað fyrir kl 8 og smellti á könnuna. Horfi hér svo á Heklu og Þjórsá í öllu sínu veldi og svei mér þá... betra verður það ekki. Finnst samt soldið sikk að ég sé að blogga yfir kaffibollanum í sumarbústaðnum...  Klara var rétt í þessu að koma með opinbera yfirlýsingu að hún sé sátt við bústaðinn! Langar að fara og sýna liðinu Hjálparfossa og jafnvel Búrfellsvirkjun. Held samt að ég sé einn um það að finnast það spennandi....

Ca 2 og 1/2 tími í fyrsta öl...  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooh...njótið þess...það er svo næs að fara í bústað og að mínu mati eiga bústaðir ekkert endilega að vera búnir öllu því helsta sem maður er vanur heima hjá sér. Það er einmitt sjarminn við bústað, að kúpla sig út úr hversdagsleikanum og slaka vel á ;)

bvbklnk,lx,.nc  ,cg hgzoxmznmghx cucuxbfghfdkhjhfksdjhfjkshfjsdgdgdsgdfgdsjgfjsdfgjsdgfjdgfsgjfgsdjsufsdjfgdjsfgjsdfgsdfgsdhg fugsjfsdjfsgjfgsjfsjfgsddfgjsdfgsfgfsgjfsjgsfgsfgfg

 (smá kveðja frá Emelíu) ;)

Tinna 22.3.2009 kl. 08:39

2 identicon

Já þetta er frábært! Ætlum að ná einu rólegu kvöldi og spila og hafa það gott með krökkunum. Fínt að taka sér eitt mánudagsfrí!!

lþkdladkncladcjnld cdj cs´ldkjclsdnlsdnlndlksdcv sd'SvsdkvÆSDkv jsdkeilhorówivh ´DV SDV S´V ´VÞFVN

(Svar til Emelíu....   :)  )

Hjössi 22.3.2009 kl. 22:28

3 identicon

Hæ gæ!!!...

(er þetta ekki pínu gay?)

Búddi 24.3.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

ahha jú þetta er samt soldið notað í dag og með nettum hreimi líka!!

Hjörtur Örn Arnarson, 24.3.2009 kl. 13:48

5 identicon

Mér finnst bara lágmark að hafa rennandi vatn í bústöðum árið 2009. Það er bara þannig. Og svo hefði Hjörtur getað ælt út úr sér þessu með ofninn svo ég hefði keypt öðruvísi kartöflur. Brenndum kartöflur á grillinu bæði föstudags og laugardagskvöld því það var ekki beint svona grillstemmning á pallinum, meira svona bálstemmning... En þetta var voða næs. Verst að við hlupum ekkert með girðingunni......

Klara 24.3.2009 kl. 14:46

6 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Ég tek á mig föstudagsbrunann að hluta. Ég var að píparast í vatninu og kartöflurnar þær fengu að bíða á grillinu á meðan!!

Hjörtur Örn Arnarson, 24.3.2009 kl. 16:31

7 identicon

Ég er til í að taka á mig brunann á laugardagskvöldið. Ég var of upptekinn við að vinna í að finna lykilorðið á facbook-síðunni hans Hjartar....

Svanni 26.3.2009 kl. 09:19

8 identicon

Svanni, prufadu: hægæ

Búddi 27.3.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband